RISAstórar smáSÖGUR 2022

50 Andri svarar: „Ohhhhh, ég man. Barnabarnið mitt er í þeim skóla.“ „Jahá,“ segja krakkarnir. Andri bendir Sigga á að koma til sín og segir svo: „Bíddu, bíddu, bíddu, er þetta sykurlopi?“ „Ha?“ segir Siggi. „Já, þetta þarna,“ segir Andri og bendir á kandíflossið. „Nei, þetta er kandífloss.“ „Ó,“ segir Andri. „Í gamladaga var þetta kallað sykurlopi.“ Krakkarnir hlæja, svo segir einn krakkanna: „Það er fyndið orð.“ Kakkarnir halda áfram að skoða sig um en þá ákveða Bubbi og félagar að prakkarast svolítið. Þeir yfirgefa hópinn og ætla að bregða Vigdísi. Strákarnir fela sig fyrir aftan stóru nammisveppina og bíða. Fimm mínútur eru liðnar en hópurinn hefur ekki gengið fram hjá sveppunum. Félagarnir fara þangað sem hópurinn var en hann er ekki þar! Þeir öskra: „VIGDÍS! VIGDÍS!“ en fá ekkert svar. Vigdís og hópurinn heyra ekki í þeim vegna þess að þau eru á leiðinni í súkkulaðilest sem fer í Fagradal en það er lítill sveitabær. Strákarnir sjá Vigdísi þar sem hún er á leiðinni í lestina. Þeir þjóta eins hratt og byssuskot til að ná lestinni. En þeir missa af henni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=