RISAstórar smáSÖGUR 2022

20 Við hlupum upp í herbergi og hófumst handa við að búa til uppfinninguna. Það þurfti að redda ýmsu til að búa þetta til. Við redduðum gömlum og ryðguðum bíl af bílaverkstæðinu sem pabbi vinnur á og pabbi gerði við vélina. Því næst gróðursettum við ávaxtatré og grænmeti á bílnum og fylltum gamla heita pottinn hans pabba af vatni og komum honum fyrir á bílgrindinni. Að lokum bjuggum við til límonaðivél sem við festum á hliðina á bílnum. „Vá! Þetta tók þrjá klukkutíma,“ sagði Inga. „Ég þarf að drösla mér heim, mamma var að hringja. Lóa, þú passar uppfinninguna vel þangað til á morgun,“ hélt hún áfram. Áður en hún fór hjálpaði Inga okkur pabba að fara með sundlaugarmatvörugarðinn inn í bílskúr. En því miður gleymdi pabbi að læsa bílskúrnum. Við tókum ekki strax eftir því en sumir gerðu það. Þegar ég segi sumir þá er ég að tala um prakkarana Sóleyju og Árnýju. Þær höfðu legið í fylgsni sínu á bak við runna hjá næsta húsi og beðið eftir rétta augnablikinu til að ráðast til atlögu. Þegar klukkan sló 10 voru fáir á ferli. Þá læddust þær inn í bílskúrinn og keyrðu í burtu á sundlaugarmatvörugarðinum. Þær sem kunnu ekki að keyra. Daginn eftir, þegar við gengum inn í bílskúrinn, tókum við eftir því að sundlaugarmatvörugarðurinn okkar var horfinn. Og þá fór allt í uppnám. „Ó nei!“ gargaði ég upp yfir mig. „Við eigum að skila uppfinningunni í dag!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=