RISAstórar smáSÖGUR 2022

91 Vignir Snær Brynjarsson, 11 ára Pabbinn varð hissa og Svínki sá að trýnið á honum varð eldrautt. Hann hvíslaði að Svínka alvarlegur: „Hvar heyrðirðu þetta?“ Þá svaraði Svínki hátt og snjallt: „Hjá mannfólkinu!“ Pabbinn skammaði Svínka fyrir að hafa hátt og hvíslaði taugaveiklaður: „Hvar er mannfólkið núna?!“ „Nú, í stíunni þarna,“ sagði Svínki og benti á svínastíuna í hinum endanum á húsinu. „Þá þurfum við að flytja,“ svaraði pabbinn þreyttur. Pabbinn og Svínki tóku saman dótið sitt og fóru í næstu svínastíu. Nokkrir dagar liðu og Svínki byrjaði fljótlega aftur að leika sér og eignaðist nýja vini. Ekki leið á löngu þar til Svínki spurði pabba sinn aftur: „Pabbi, hvar er öll fjölskyldan mín?“ „Nú, þau urðu að beikoni og skinku.“ „Pabbi, hvað er beikon og skinka?“ „Það er svínakjöt,“ svaraði pabbinn. „Hvað er svínakjöt?“ Pabbinn ræskti sig og sagði svo: „Svínakjöt er það sem er inni í þér, og mér, og öllum svínum.“ Svínki varð mjög leiður, þar til það sama kom fyrir hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=