RISAstórar smáSÖGUR 2022

30 En áður en Elísabet nær að svara er hún búin að smakka og kallar hátt „NAMMI!!!!“ Allir hrökkva í kút og sérstaklega túristarnir. Guðrún skammast sín svolítið fyrir systur sína og ætlar að spyrja hana hvort þær ættu ekki bara að fara. En áður en hún nær að gera það er Elísabet búin að segja „nei“. Þær sitja því aðeins lengur. Þær eru frekar þreyttar og svangar. Klukkan er orðin hálftíu en vandamálið er bara að þær eru ekki með meiri peninga. Þær ákveða að fara aftur í Hörpu. Eftir smástund eru þær komnar þangað inn en í þetta sinn er Guðrún ekkert hrædd og hleypur niður stigann. Þegar þær koma niður sjá þær aftur góðu ræstingakonuna. Þær segja: „Hæ, manstu eftir okkur?“ „Já, aðallega þessari stuttu,“ segir konan. „Af hverju eruð þið enn þá vakandi svona seint?“ Stelpurnar segja henni hvað gerðist. Þá segir konan ákveðin: „Þið megið gista hjá mér.“ Systurnar verða mjög hissa. Þær áttu ekki von á þessu því hún er bara venjuleg kona sem býr í lítilli íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Þær afþakka boðið og fara út úr Hörpu og konan læsir húsinu. Stelpurnar ganga aftur heim í Esjuna. Þegar heim er komið horfa fjallastelpurnar á borgina en finnst hún ekkert hættuleg lengur, heldur bara falleg og spennandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=