RISAstórar smáSÖGUR 2022

56 Eitt kvöldið birtist hún fyrir framan útidyrnar. Ekki sást á henni að hún hefði elst síðan hún hvarf. Mamma hennar reyndi að fá hana til að segja hvað hefði gerst, en Elenóra vildi ekkert um það tala. Mánuðir liðu og mamma hennar fór að sætta sig við að Elenóra vildi ekkert minnast á hvarf sitt en ömmu hennar stóð þó ekki á sama. Amma Elenóru fylgdist með henni hvert sem hún fór. Eina nóttina heyrði amma hennar þrusk koma frá herbergi Elenóru. Amma Elenóru haltraði í átt að herberginu og sá þá að glugginn hennar var galopinn og Elenóra horfin. Amma hennar leit út um gluggann og sá litla skuggaveru valhoppa í átt að hrauninu. Amma Elenóru vissi strax að þetta var Elenóra og elti hana. Allt í einu snarstoppaði Elenóra og muldraði stutt ljóð. Fyrir framan þær opnaðist hraunið og mikill ljósblossi lýsti allt í kringum þær. Út úr hrauninu steig falleg álfamær. Álfamærin brosti og steig til hliðar og út gekk pabbi Elenóru. Hann tók í hönd hennar og leiddi hana inn í hraunið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=