RISAstórar smáSÖGUR 2022

89 að finna nöfn á þessa stráka! Hvað með að þessi heiti Stúfur?“ „Það er mjög viðeigandi miðað við hvað hann er lítill,“ svaraði Leppalúði. Grýla hélt áfram: „Og þessi hjá glugganum ætti að heita Gluggagægir. Svo er einn sem étur allt skyrið, hann gæti heitið Skyrgámur …“ Klukkutíma seinna voru komin nöfn á alla sveinana. Grýla og Leppalúði kenndu þeim hreinlæti og kurteisi og að vera góðir við annað fólk. Nokkrum árum seinna voru þeir farnir að gefa í skó barna. Skömmu eftir það var Grýla í göngutúr um fjöllin og heyrði þá krakka syngja: „Grýla, píla, pissufýla.“ Þá sagði Grýla: „Þið farið sko í pottinn!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=