RISAstórar smáSÖGUR 2022

93 Nökkvi Freyr Jónasson, 12 ára saman í hóp. Fyrst áttum við að skoða kýrnar, svo endurnar og síðan það besta, selina, þeir eru svo sætir. Allir skemmtu sér vel, nema ég. Ég var með mjög mikinn sting í maganum en fór leynt með það og þóttist vera að skemmta mér. Allir fengu 500 kall til að kaupa sér eitthvað en ég var eiginlega ekki til í neitt nammi og vildi bara vatn. Vinur minn, Jón, spurði af hverju ég vildi ekki neitt. Ég sagði að ég væri ekki í stuði. „Ókei,“ sagði Jón og fór aftur til strákanna. Ég vildi ekki fara til þeirra því það eina sem ég vildi var að fara á klósettið. Ég fann salerni og áður en ég vissi af var ég sofnaður á klósettinu. Þegar ég vaknaði var klósettið allt öðruvísi en ég var ekkert að spá í það og opnaði dyrnar og fór út. Þá rann upp fyrir mér að ég væri ekki lengur í Húsdýragarðinum, ég var í einhverjum öðrum skemmtigarði. Og þegar ég gekk áfram sá ég Spiderman. Hann var að sveifla sér milli trjánna eins og Tarzan. Svo leit ég aftur fyrir mig og þar var græna skrímslið Hulk. Því næst gekk ég áfram og sá þrumuguðinn Þór sveifla hamri sínum. Það var alveg að fara að líða yfir mig. Hafði óskin mín ræst eftir allt saman? Og þá gerist það. Ég sá hann, Stan Lee. Ó, guð, gat þetta verið rétt? Ég hljóp til hans og spurði: „Hvað ert þú að gera hér?“ „Hvað áttu við?“ sagði hann. „Ég á þennan stað.“ „Er ég í himnaríki?“ hrópaði ég.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=