RISAstórar smáSÖGUR 2022

15 Vera snýr sér við og þá sér Katrín að þetta er andlit án augna. Veran er grá, með svart hár og langar beittar klær á höndunum. Katrín öskrar og hleypur eins hratt og hún getur til baka en fattar þá að hún hefur hlaupið aðeins of langt. Hún stoppar og kallar á Kalla og Jón. Hún kallar og kallar þar til hún heyrir loks veikt „hjálp“ í fjarska. Katrín þorir ekki að hlaupa til baka en hugsanir bergmála í höfðinu á henni: Ég verð að bjarga strákunum. En ég þori því ekki. En ég verð! Hún hleypur aftur í átt að veika hljóðinu, lítur til hliðar, og sér svo allt í einu Kalla og Jón. Þeir eru fastir í stól með bundið fyrir munninn. Þess vegna heyrðist svona lágt „hjálp“, hugsar Katrín. Hún fer til þeirra og losar með erfiðismunum frá munnunum á þeim. Þeir hrópa báðir: „Þetta er gildra! Passaðu þig!“ Katrín lítur aftur fyrir sig og setur upp skelfingarsvip. Allt í einu finnur Katrín að hún situr á stól, hún er föst í stólnum. Katrín sér að Kalli og Jón eru við hlið hennar. Hún heyrir að eitthvað er að nálgast hana. Hún heyrir að dropar detta eins og í helli og heyrir fótatak í mölinni. Hún kallar óstyrk: „Hver er þetta?“ Hún fær ekkert svar. Allt í einu heyrir hún þungan andardrátt fyrir aftan sig, alveg upp við eyrað á henni. Hún lítur skelfd við og sér að þetta er augnalausa veran.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=