RISAstórar smáSÖGUR 2022

48 Bubbi og félagar bjarga Nammilandi Bubbi er lítill strákur sem býr í Reikabæ. Bærinn er ekki mjög stór en mjög skemmtilegur. Félagar Bubba heita Jón, Siggi og Ríkharður. Þeir eru bestu vinir hans og eru alltaf að lenda í ævintýrum. Til dæmis fóru þeir í Sveppaland og fengu fullt af nammisveppum frá sveppaálfinum. En nú tölum við um það sem er að gerast núna. Bubbi vaknar eftir góðan svefn og klæðir sig í föt. Hann labbar til mömmu sinnar og spyr: „Mamma, hvaða ilmandi lykt er þetta?“ „Þetta eru pönnukökur með sírópi.“ „Mmm, uppáhaldið mitt!“ segir Bubbi spenntur. Hann borðar og getur ekki hætt að hugsa um að hitta vini sína. Skólarútan kemur og hann kveður mömmu sína og hleypur út í rútuna. „Halló,“ segir Bubbi við Fróða rútubílstjóra. Svo labbar hann aftast í rútuna vegna þess að hann veit að félagar hans eru alltaf þar. „Hei strákar, Bubbi er kominn,“ segir Ríkharður. „Halló,“ segir Bubbi. „Halló,“ segja Jón og Siggi. Bubbi sest og þeir fara að tala um óvissuferðina sem þeir eru að fara í með skólanum. Tíu mínútum seinna mæta þeir í skólann. Vigdís kennari segir öllum að setjast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=