RISAstórar smáSÖGUR 2022

16 Jón, Kalli og Katrín æpa skrækróma upp yfir sig. Kalli nær að losa sig og losar Katrínu og Jón líka, eins fljótt og hann getur. Þau hlaupa frá stólunum en það eru klettaveggir allt í kring. Þau snúa sér við og sjá veruna standa þarna með hendur uppréttar og klærnar úti. Veran stekkur á þau. Katrín kýlir frá sér, sparkar og spriklar. Hún reynir að brjótast undan taki verunnar. Allt í einu finnst Katrínu sem veran kalli með rödd mömmu hennar: „Katrín, Katrín mín.“ Katrín fær aukinn styrk, ýtir verunni fast af sér og sparkar á sama tíma í framsæti bílsins. Mamma snýr sér við í sætinu og spyr hvort hana hafi verið að dreyma eitthvað illa og svo segir mamma að þau séu loksins komin til ömmu. Katrín er að vakna í bílnum, þetta var bara vondur draumur. Jón hleypur inn til ömmu og mamma fylgir á eftir. Katrín sest upp og drífur sig með þeim, fegin að þetta hafi bara verið draumur. Hún gengur inn til ömmu og heilsar henni þar sem hún stendur og er að hræra í pottunum. Katrínu finnst þetta svolítið líkt draumnum sínum, sérstaklega þegar hún sér Fréttablaðið á eldhúsborði ömmu. Amma snýr sér rólega við og segir um leið: „Sæl, elskan mín.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=