RISAstórar smáSÖGUR 2022

13 Óþægileg upplifun Mamma, Katrín og Jón, litli bróðir hennar, eru í bílnum sínum. Þau eru á leið til ömmu uppi í sveit. Katrín og Jón eru að leika sér í Hver er maðurinn. Það er komið að Katrínu að giska þegar mamma stoppar bílinn fyrir utan hjá ömmu. Jón hleypur strax út úr bílnum og inn til ömmu og mamma fylgir á eftir. Katrín drífur sig með þeim. Hún gengur inn til ömmu og heilsar. Amma snýr baki í þau því hún er að hræra í pottunum. Hún snýr sér við og segir: „Velkomin, elskurnar,“ og kyssir Katrínu á kollinn. Amma stendur við pottana og mamma og krakkarnir sitja við eldhúsborðið. Katrín sér Fréttablaðið á borðinu og lítur yfir fréttir forsíðunnar. Hún bendir Jóni á frétt af skrýtnum kalli og þau flissa. Mamma stingur upp á að krakkarnir fari út að leika á meðan amma eldar. Amma segist vera með vasaljós handa þeim ef þau vilji kíkja í skóginn. Systkinin fara út í skóg á meðan þau bíða eftir matnum. Það er skrítið tré í garði ömmu sem þau kannast ekki við. Allt í einu byrjar Jón að láta undarlega. Hann stekkur á tréð og faðmar það aftur og aftur. Katrín bannar honum það og biður hann að hætta. Ásrún Embla Agnarsdóttir, 8 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=