RISAstórar smáSÖGUR 2022

12 Fór að leita að töframættinum og bakarameistaranum. Aðstoðarbakari. Allt í einu hverfur allt og systkinin ranka við sér þar sem þau standa í hnapp og líta í kringum sig. Þau átta sig á því að þau eru komin í furðuveröld þar sem allt er svart. Systkinin tala saman og ræða stöðuna fram og til baka, þau eru bæði hrædd og forvitin. Þau byrja að ganga um í furðuveröldinni og horfa í kringum sig. Í hinni svörtu veröld birtast tíu litlir svartir dvergar. Svörtu dvergarnir byrja að njósna um dvergasystkinin. Þeir læðast í bakgrunni og stökkva svo allt í einu fram og taka systkinin til fanga, binda þau saman með kaðli og draga þau í áttina að risastórri svartri höll. Svo fara þeir með þau inn í höllina. Inni í höllinni er enn drungalegra en úti. Þegar litlu svörtu dvergarnir koma með dvergasystkinin inn í höllina hrópar kóngurinn sem situr þar í svörtu hásæti: „Í fangelsi með þau!!!“ Systkinin eru sett í fangelsi og látin liggja þar á hörðu gólfinu. Þau hjúfra sig hvert að öðru og loka augunum. Allt í einu heyra þau sagt: „Hvað má bjóða ykkur? Þið eruð búin að standa þarna í tvo klukkutíma.“ Þau ranka við sér og eru þá stödd í Töfrabakaríinu fyrir framan afgreiðsluborðið. Aðstoðarbakarinn stendur fyrir innan búðarborðið og það er hann sem spyr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=