RISAstórar smáSÖGUR 2022

92 Ævintýri með Stan Lee Ég hef alltaf verið áhugamaður um ofurhetjur. Minn uppáhalds höfundur er bandarískur og heitir Stan Lee. Hann fæddist í Ameríku og er einn virtasti teiknimyndahöfundur samtímans en hann lést árið 2018 og mig hefur alltaf langað að hitta hann. Ég ákvað því að búa til tímavél og fara og finna hann. En ég vissi ekki hvernig ég ætti að búa til tímavél þar sem ég er enginn vísindamaður en það skiptir engu. Hmm, hvernig ætti 12 ára strákur að fara aftur í tímann? Já, ég fékk hugmynd! Ég las einu sinni bók þar sem stelpa fór aftur í tímann til Pompei á Ítalíu. Hún sofnaði bara á bekk og áður en hún vissi af var hún í Pompei. Ætli ég gæti það líka? Bara fundið bekk í Laugardalnum og sofnað. Ég ákvað að fara í Laugardalinn og finna bekk. Ókei, planið var þetta: Ég ætlaði að sofna á bekk og athuga hvort ég vaknaði ekki og hitti Stan Lee. En fjárans, ég gat ekkert sofnað á þessum bekk því hann var svo óþægilegur. Hvernig sofnaði þessi stelpa eiginlega? Ég var farinn að halda að þessi hugmynd mín væri ekki svo góð og var að því kominn að gefast upp á að reyna að fara og hitta Stan Lee þegar kom að skólaferðalagi í Húsdýragarðinn. Ég var mjög spenntur fyrir ferðinni. Kennarinn borgaði fyrir alla í bekknum. Hann sagði að við ættum að vera

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=