RISAstórar smáSÖGUR 2022

84 „En hvernig komstu þá eiginlega hingað?“ sagði Pétur. „Ég var bara heima hjá mér árið 2021 og alls ekki stödd á 19. öld eins og núna. Ég hafði ekkert að gera og mér leiddist þannig að mamma stakk upp á að ég myndi heimsækja afa og hjálpa honum með öll húsgögnin. Afi bað mig um að fara í gegnum bílskúrinn af því að hann hafði ekki farið í gegnum hann í áratugi. Þegar ég var komin inn í bílskúrinn sá ég þennan stóra og mikla skáp. Ég vildi svo gjarnan vita hvað væri inni í honum þannig að ég opnaði skápinn. Þá kom gustur á móti mér og ég sogaðist inn í hann og í gegnum litrík göng. Svo vaknaði ég við röddina hans pabba þíns.“ „Ja, þetta er undarlegt!“ sagði Pétur. „Við verðum að gera eitthvað í þessu og þá meina ég núna! En klárum fyrst að mjólka kýrnar.“ „Getur þú þá kennt mér að mjólka kú?“ spurði ég. „Já, auðvitað!“ sagði Pétur. Þegar við vorum búin með öll störfin okkar lögðum við af stað heim í torfbæinn. Við vorum búin að labba í svolítinn tíma þegar Pétur sagði að hann hefði gleymt einhverju í fjósinu og sagði mér að bíða eftir sér. Þegar hann kom til baka voru nokkrir menn í fylgd með honum. Ég skildi ekkert í þessu. „Hvað er í gangi, Pétur? Hjálpaðu mér!“ Pétur svaraði ekki. Mennirnir tóku mig fasta og ég varð dauðhrædd. Þeir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=