RISAstórar smáSÖGUR 2022

7 Ágúst liggur í rúminu sínu, hann getur ekki sofnað út af því að á morgun á hann að skrifa sögu um tunglið og stjörnur. Hann veit ekki neitt um tunglið og stjörnurnar. Hann kann bara eitt lag um tunglið sem hann notar til að sofna. Nú getur hann ekki sofnað, svo hann syngur: „Tunglið, tunglið, taktu mig og berðu mig upp til skýja.“ Um leið og hann sleppir orðinu er eins og einhver kippi í naflann á honum og hann flýgur út í geim. Þar er stjarna sem er að spyrja hvort hún megi fara upp á himininn. En stjarnan í afgreiðslunni segir bara: „Nei, það er fullt í nótt.“ Ágústi finnst þetta frekar skrítið. Þarna eru nokkrar stjörnur sem eru að hoppa upp á himininn, stjörnur í göngutúr, stjörnur að drekka kaffi og stjörnur sem eru að keyra bíl. En stjarnan sem Ágúst sá vera að tala við afgreiðslukonuna er allt öðruvísi en hinar. Það er eins og hún sé ekki tilbúin, hugsar Ágúst. Hún er bara með þrjá arma og eitt strik yfir magann. Valdís Unnur Atladóttir Levy, 9 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=