RISAstórar smáSÖGUR 2022

75 JÓI JÓLASVEINN fer í orlof „Halló, ég er Enginn – rétt heyrt (eða lesið). Ég heiti Enginn Ekkert Einhversson og bý á Flensásvegi 26, í landinu Svíregur. Bestu vinir mínir eru Albert Beinstein (hann er kolkrabbi og kann að forrita) og Jói Sveinkason (hann er sko JÓLASVEINNINN).“ Þessi saga gerðist árið sautjánhundruð og súrkál þegar jólin nálguðust. Þá fékk Jói jólafrí í Ástralíu (alveg óvart) og þá kom upp vandamál: Hver gat bjargað jólunum á meðan Jói var í orlofi? Við Albert reyndum að hringja í Jóa um það bil 37.867.520.735.644.036 sinnum en hann svaraði aldrei. Þá mundi ég að hann átti engan síma þannig að við hringdum bara í 68° 4’ 27’’, 29° 19’ 35’’ því það eru GPS-hnit Korvatunturi-fjallsins í Finnlandi og þar er leynivinnustofa hans. „Æi,“ sagði ég en Albert sagði þá: „Förum heim til mín og hitum okkur pítsu. Á meðan getum við hugsað um hvað sé hægt að gera í málunum. Sniðugt, ekki satt?“ Ég játaði því og við fórum heim til hans á Lússtaðaveg 12 og pöntuðum okkur pítsu. Hún var send með pítsudróna sem var örugglega ein af brjáluðum Tobias Auffenberg, 11 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=