RISAstórar smáSÖGUR 2022

28 VELKOMIN Í HÖRPU. Þær ganga aðeins lengra og sjá rúllustiga. Elísabetu finnst þetta frábært. Hún ætlar að renna sér niður en áður en hún nær að taka fyrsta skrefið í átt að rúllustiganum stoppar Guðrún hana vegna þess að hún vill ekki að þær lendi í vandræðum, sérstaklega ekki í borginni. Litla systir hennar er ákveðin í að skoða sig um fyrst hún er loksins komin í borgina og hleypur niður stigann. Það minnir hana á þegar hún rann niður fjallið í snjóflóðinu. Hún sér konu með ljóst stutt hár sem virðist vera að þrífa klósettin. Elísabet spyr konuna hvað sé um að vera í húsinu. Konan segir: „Þetta er tónlistarhús, óperuhús og veitingastaður.“ „Ég skil,“ segir Elísabet og kallar síðan á systur sína. Guðrún drífur sig niður stigann og gefur systur sinni komdu þú átt ekki að vera hér augnaráðið og spyr: „Hvað ertu að gera?“ „Ég er bara að tala við þessa almennilegu þrifkonu.“ Guðrún tekur í hönd systur sinnar og leiðir hana inn í sýningarrými. Inni í herberginu er dimmt og á veggnum er risastór skjár. Stelpurnar hafa setið þar í smástund þegar ung kona með ungabarn kemur inn á sýninguna. Hún sest við hliðina á þeim og brosir. Eftir litla stund koma svo gömul hjón inn á sýninguna. Stelpunum er farið að þykja þetta óþægilegt og þær ákveða að fara og skoða eitthvað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=