RISAstórar smáSÖGUR 2022

21 Þegar ég kom upp í skóla og sagði Ingu frá varð hún alveg miður sín. Við vissum ekkert hvað við ættum að gera en okkur datt í hug að einhver hefði stolið bílnum. „Hver myndi gera svona? Stela uppfinningu af öðrum!“ sagði ég. Við höfðum ekki tíma fyrir nýja uppfinningu þannig að við þurftum að mæta tómhentar á svið. Við vorum mjög sárar yfir þessu. Sýningin hófst og allir krakkarnir komu sér fyrir á sviðinu með uppfinningarnar sér við hlið, faldar á bak við lak. Krakkarnir kynntu uppfinningar sínar, hver á fætur öðrum, og afhjúpuðu þær um leið. Þegar kom að Sóleyju og Árnýju, drógu þær lakið af uppfinningunni sinni og þá kom sundlaugarmatvörugarðurinn okkar í ljós. „Hei,“ kallaði Inga. „Þetta er uppfinningin okkar Lóu!“ „Þið stáluð henni,“ sagði ég. „Er það satt?“ spurði kennarinn Sóleyju og Árnýju. „Uuuu, við vorum ekki með neinar hugmyndir að uppfinningu en vildum vera með í sýningunni svo við ákváðum að stela flottu uppfinningunni frá Lóu og Ingu. En okkur þykir það mjög leitt, getið þið fyrirgefið okkur?“ „Já, auðvitað,“ sögðum við Inga í kór. Við Inga kynntum síðan uppfinninguna okkar og fengum góðar undirtektir. Eftir að allir þátttakendur höfðu kynnt sínar uppfinningar var komið að því að segja frá úrslitum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=