Lótusinn er fagurt blóm sem vex upp úr drullunni og er því fyrst og fremst tákn fegurðar og andlegs þroska. Lótusinn er með ræturnar í moldinni en flýtur á vatninu án þess að verða blautur eða moldugur. Hindúar vilja því meina að lótusinn sýni fólki að til þess að geta öðlast moksha eða frelsun frá endufæðingu þurfi það að geta lifað án þess að tengjast hinu veraldlega.
Lótusinn táknar einnig hreinleika, guðdómleik, líf, frjósemi og endurnýjun.
Lótusinn er auk þess tengdur fjölda guða hindúa. Guðinn Krishna er oft kallaður „sá með lótus augun" sem vísar í guðlega fegurð hans. Auk þess hafa guðirnir Brahma, Lakshimi, Vishnu og Sarasvati oft verið tengdir við lótusinn en flestir guðanna eru annaðhvort sýndir sitja á lótus eða halda á lótus.