Trishula

Hindúatrú / Tákn / Trishula

Sækja pdf-skjal

 

Trishula Trishula eða þríforkur er tákn guðsins Shiva. Nafnið er sanskrít og merkir þrjú spjót. Vopnið táknar stórveldi og hinn ómótstæðilega kraft hins yfirnáttúrulega.

Hinir þrír fleinar þríforksins tákna þrjár hliðar guðanna: skapari, sá sem heldur við og sá sem eyðir og vísa einnig til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Einnig tákna þeir þrjá mikilvæga krafta: vilja, framkvæmd og visku.

Þríforkurinn er vopn Shiva og með honum á að eyða heiminum.