Linga

Hindúatrú / Tákn / Linga

Sækja pdf-skjal

 

Linga Linga er einfalt reðurtákn sem er yfirleitt alltaf ofan á stalli af yonu sem tákna kvenkynfæri. Saman tákna linga og yoni sköpunarkraft og frjósemi.

Linga er tákn fyrir guðinn Shiva og það form sem hann er oftast dýrkaður á. Linga er sá hlutur sem er mest dýrkaður í musterum tileinkuðum Shiva og á heimilum hindúa um allan heim. Linga er dýrkað með því að færa því blóm, mjólk, hreint vatn, ávexti, lauf og rís.

Linga er oft búið til úr sandelvið eða leir en einnig eru til dýrar útgáfur úr fínum viði, gimsteinum og málmum. Til eru nokkrar útgáfur af linga en hlutföllin milli hæðar og breiddar á linganu fylgja hinsvegar mjög nákvæmum reglum. Stundum er linga með einu til fimm andlitum Shiva útskorin í hliðarnar og toppinn og stundum er lingað með kóbraslöngu á toppnum.

Svayambhuva linga hefur orðið til í náttúrunni án nokkurrar mannlegrar aðstoðar og þykir sérstaklega heilagt. Á Indlandi eru nærri 70 slík náttúruleg linga sem eru vinsælir pílagrímsstaðir.