Matur og menning - page 38

Hvernig notum við ofninn?
Ef þíða á matvæli í örbylgjuofni er mikilvægt að nota lága stillingu svo
maturinn soðni ekki að utan á meðan hann er frosinn að innan. Eldunar-
tími í örbylgjuofni fer eftir því hve mikið er sett í ofninn í einu. Litlir skammtar
þurfa ekki nema skamma stund í ofninum en matreiðsla á stórum
skömmtun tekur mun lengri tíma, jafnvel lengri en í venjulegum ofni. Það
má því segja að það henti best að nota örbylgjuofninn fyrir litla skammta
og með því móti sparast orka.
Helstu kostir örbylgjuofnsins
Fljótlegt að elda litla skammta.
Sparar orku ef einungis á að elda litla skammta.
Auðvelt að hreinsa ofninn.
Sparar uppvaskið – hægt er að hita matinn á sama diski og
borðað er af.
Minni hætta á að brenna sig.
Næringarefnin varðveitast betur (því eldunartíminn er stuttur).
Hentar vel fyrir blinda.
Örbylgjuofninn hentar því vel ef þið viljið hita upp mat eða brauð
þegar þið komið heim úr skólanum.
Helstu ókostir örbylgjuofnsins
Ef verið er að elda fyrir marga (mikið magn er sett í ofninn) þá tekur
jafn langan tíma að elda í honum og í venjulegum ofni. Auk þess er
maturinn mest soðinn þegar hann kemur úr örbylgjuofninum en
hann brúnast yfirleitt ekki.
Örbylgjuofn hentar ekki til baksturs. Það má því segja að örbylgju-
ofninn geti ekki komið í staðinn fyrir ofninn í eldavélinni en hann
er þægilegt heimilistæki sem gott er að hafa sem viðbót við
bökunarofn.
36
1...,28,29,30,31,32,33,34,35,36,37 39,40,41,42,43,44,45,46,47,48,...52
Powered by FlippingBook