Matur og menning - page 34

Geymsla á hættulegum efnum
Hættuleg efni skal ætíð geyma þar sem börn ná ekki til og fjarri mat-
vælum. Mikilvægt er að átta sig á að þetta gildir líka á heimilum þar sem
börn eru ekki að staðaldri því þau geta alltaf komið í heimsókn. Ávallt skal
geyma hættuleg efni í upprunalegu umbúðunum svo allir sjái varnaðar-
merkin og umgangist vöruna með varúð.
Umbúðir um hættuleg efni
Umbúðir hættulegra efna skulu ætíð þannig gerðar að ekki verði villst á
þeim og öðrum varningi. Þær eiga að vera þétt luktar og svo vandaðar og
sterkar að þær þoli tilætlaða meðferð. Í sumum tilfellum er einnig skylda
að setja á umbúðirnar öryggislok sem börn geta ekki opnað. Mikilvægt er
að temja sér að loka alltaf umbúðunum vandlega strax eftir notkun.
Nánari upplýsingar um merkingu hættulegra efna má fá hjá heilbrigðis-
eftirliti um land allt og hjá Umhverfisstofnun. Eitrunarmiðstöð Landspít-
alans veitir upplýsingar og ráðgjöf allan sólarhringinn um viðbrögð og með-
ferð þegar eitranir verða.
Umgangist vörur
sem merktar eru
með varnarmerkjum með
VARÚÐ
.
32
1...,24,25,26,27,28,29,30,31,32,33 35,36,37,38,39,40,41,42,43,44,...52
Powered by FlippingBook