Matur og menning - page 43

Mexíkó
Matargerð Mexíkóbúa er stór hluti af ævafornri menningu þeirra og hefur hún
mótast allt frá tímum Asteka. Það sem einkennir helst mexíkóska matreiðslu eru
baunir, tómatar, lárperur, chili og tortillur sem eru þunnar kökur úr maís. Reyndar
er einnig farið að gera tortillurnar úr hveiti. Auk þess er oft kjöt eða fiskur með í
réttunum, en í minna magni en hér á landi. Þá er hefð fyrir því að steikja upp úr
svínafeiti.
Baunirnar eru notaðar í öll mál, morgun-, hádegis- og kvöldverð og útbúnar á ýmsa
vegu. Þær eru ýmist notaðar beint eftir að þær hafa verið soðnar eða þær eru
maukaðar og steiktar.
Þó chilipipar sé algengur í mexíkóskri matargerð eru einnig notuð önnur krydd svo
sem salt, pipar, laukur og hvítlaukur. Oft er talað um að mexíkóskur matur sé bragð-
sterkur en þó að chilipipar sé notaður geta réttirnir verið sterkir eða mildir að vild.
Tortillurnar eru uppistaða í mörgum réttum en einnig bornar fram með mat á svip-
aðan hátt og brauð í öðrum löndum. Tortillurnar eru notaðar á ýmsa vegu og heita
mismunandi nöfnum.
Hér eru nefndar tvenns konar sósur; „salsa” og „guacamole”. Salsa þýðir bara sósa.
Hefðbundin mexíkósk sósa er gerð úr söxuðum tómötum, chili og lauk og oft
krydduð með kóríanderlaufi. Guacamole þýðir avókadósósa. Þetta er ídýfa sem
gerð er úr avókadómauki, krydduð með hvítlauk og sítrónusafa eða tómatmauki og
söxuðum lauk.
Burritos
Mjúkar, fylltar og vafðar tortillur.
Enchiladas
Fylltar, vafðar tortillur með sósu yfir og bakaðar.
Nachos
Steiktar tortilluflögur með osti og chili ofan á, síðan grillaðar þar til
osturinn bráðnar.
Tacos
Mjúkar eða stökkar tortillur fylltar með sósu og kjötblöndu, síðan
brotnar saman og borðaðar úr hendinni.
Tortilluflögur
(totopos)
Tortillur sem eru skornar í átta fleyga og síðan snöggsteiktar.
Oft bornar fram með sósu (salsa), guacamole og baunaídýfu.
41
1...,33,34,35,36,37,38,39,40,41,42 44,45,46,47,48,49,50,51,52
Powered by FlippingBook