Matur og menning - page 31

Ef einhver óskar eftir að nota önnur aukefni en um getur á aukefna-
lista eða í önnur matvæli en þar eru gefin upp verður sá hinn sami
að sækja um það til Evrópusambandsins.
Þegar tekin er ákvörðun um hvort leyfa eigi notkun aukefna eru
mörg atriði höfð í huga. Leyfið er ekki veitt ef talið er að notkunin
blekki neytendur eða geti verið skaðleg sé vörunnar neytt í eðlilegu
magni. Það er þó aldrei hægt að útiloka að einhver hafi óþol eða
ofnæmi fyrir aukefnunum.
Ef aukefni eru notuð við matvælaframleiðsluna verður það að koma
greinilega fram á umbúðunum. Aukefnið á að tilgreina með flokks-
heiti og viðurkenndu heiti efnisins eða E-númeri, t.d. rotvarnarefni,
edikssýra eða rotvarnarefni sem hefur númerið E-260. Heilbrigðis-
eftirlit sveitarfélaga fer með eftirlit með notkun aukefna og merkingu
neytendaumbúða. Eftirlitið felst að mestu í að kanna innihaldslýs-
ingar á umbúðum og fylgjast með notkun aukefna hjá matvælafram-
leiðendum.
29
SPURNINGAR
1. Hvað eru aukefni?
2. Hvers vegna er aukefnum bætt í matvæli?
3. Hvaða upplýsingar er helst að finna í aukefnalista?
Ræðið í bekknum:
• Eru aukefni til góðs eða ills? Getum við lifað góðu lífi í nútíma
samfélagi án aukefna?
1...,21,22,23,24,25,26,27,28,29,30 32,33,34,35,36,37,38,39,40,41,...52
Powered by FlippingBook