Matur og menning - page 36

Margir nota örbylgjuofninn mest til að poppa en einnig er þægilegt
að nota hann til að þíða, hita upp eða sjóða mat. Í örbylgjuofnum
eru örbylgjur notaðar til að hita matinn.
Hvað eru örbylgjur?
Örbylgjur eru rafsegulbylgjur á vissu tíðnisviði. Dæmi um rafsegul-
bylgjur á öðrum tíðnisviðum eru sjónvarps- og útvarpsbylgjur, ljós-
bylgjur og varmi. Í örbylgjuofnum er örbylgjuvaki sem framleiðir
bylgjurnar sem ýmist endurkastast fram og aftur, smjúga óhindrað
í gegnum efni eða eru gleyptar af því efni sem þær lenda á. Um leið
og slökkt er á ofninum eða hurð hans opnuð slokknar á örbylgjuvak-
anum. Bylgjurnar verða ekki eftir í matnum frekar en ljós í herbergi
þegar búið er að slökkva.
örbylgjuofnar
Dæmi um merkingu á
umbúðum sem mega
fara í örbylgjuofn.
34
1...,26,27,28,29,30,31,32,33,34,35 37,38,39,40,41,42,43,44,45,46,...52
Powered by FlippingBook