Matur og menning - page 48

Það eru hagsmunir verslunarmanna að fá okkur til að kaupa sem mest. Menn hafa
fundið út að hægt er að hvetja fólk til að kaupa meira á ýmsan hátt, t.d. skiptir máli
hvernig raðað er upp í verslunina. Ef tekið er dæmi úr matvöruverslun þykir best að
hafa mjólkurvörurnar, sem eru nauðsynjavörur, innst svo að fólk þurfi að fara í
gegnum alla búðina til að ná í mjólkina. Aðrar vörur eru svo dreifðar um alla versl-
unina svo helst þurfi að fara fram hjá öllum hillum til að ná í þær. Með þessu móti
gengur viðskiptavinurinn um alla búðina og freistast þá e.t.v. til að kaupa eitthvað
sem hann hafði ekki hugsað sér að kaupa.
verslunarsálfræði
46
1...,38,39,40,41,42,43,44,45,46,47 49,50,51,52
Powered by FlippingBook