Matur og menning - page 41

Hindúasiður
er afar fjölbreytilegur og byggist á mörgum helgiritum.
Reglur um hvað megi leggja sér til munns koma helst úr Veda-ritunum
en einnig úr Upanishad-ritunum og Sastras. Stéttaskipting er rótgróin
meðal hindúa og fæði mismunandi eftir stéttum. Hin æðsta stétt neytir
t.d. einvörðungu jurtafæðu sem samanstendur af kornvörum, ávöxtum
og flestu grænmeti, þó ekki lauk, hvítlauk, sveppum og nokkrum teg-
undum af rótargrænmeti. Hjá annarri stétt er það eingöngu nautakjöt og
hvítlaukur sem ekki má borða. Kýrin er heilög og henni er því ekki slátrað.
Flestir hindúar neyta jurtafæðu en sleppa kjöti og oftast fiski, auk þess er
í fæðunni aðeins lítið af mjólk og eggjum.
Í hindúasið eru afar flóknar reglur um það hvernig beri að undirbúa sig
undir máltíðina, með hverjum leyfilegt sé að neyta matar síns, hver megi
elda matinn og af hverjum sé leyfilegt að þiggja mat.
Búddadómur
Í búddadómi er ekki mikið fjallað um mataræði en samt
eru þar ýmsir þættir sem ætla mætti að hvettu til þess að neyta ein-
göngu jurtafæðis. Þarna er t.d. um að ræða endurholdgun og með-
aumkun sem er mikilvæg í hugum búddatrúarmanna. Samkvæmt
búddatrú er einnig mikilvægt að valda ekki nokkurri veru þjáningu. Eitt af
boðorðunum er líka: Þú skalt ekki deyða nokkra lifandi veru. Samt er
leyfilegt að borða kjöt bara ef einhver annar hefur slátrað skepnunni.
39
SPURNINGAR
1. Gyðingar borða ekki ýmsar fæðutegundir af trúarástæðum. Hverjar eru þessar tegundir helstar?
2. Stundum eru matvæli auglýst eða merkt með „kosher” eða „halal”. Hvað þýðir þetta?
3. Hvaða matvörur borða múslimar ekki?
4. Hvers vegna borða hindúar ekki uxahalasúpu?
5. Hvers vegna mætti ætla að flestir búddistar væru grænmetisætur?
Ræðið í bekknum:
• Í ýmsum trúarbrögðum koma fram ákveðnar reglur um hvað megi leggja sér til munns og hvað
ekki. Hvaða áhrif teljið þið að þetta geti haft á þjóðir heims?
1...,31,32,33,34,35,36,37,38,39,40 42,43,44,45,46,47,48,49,50,51,...52
Powered by FlippingBook