Matur og menning - page 30

Aukefni eru hjálparefni sem notuð eru við framleiðslu matvæla.
Nafnið kemur til af því að þetta eru efni sem aukið (bætt) er í mat-
væli í ákveðnum tilgangi. Þannig eru þau aðgreind frá aðskotaefnum,
en það eru efni sem berast í matvælin eða myndast í þeim án þess
að vera nauðsynlegur eða æskilegur hluti þeirra.
Aukefnin eru líka kölluð E-efni. Bókstafurinn E er hluti af merkingar-
kerfi aukefna sem á uppruna sinn að rekja til Evrópusambandsins.
Tilgangurinn með notkun aukefna er að auka geymsluþol, ná fram
réttri áferð á vöruna eða gefa henni bragð eða lit. Efnunum er skipt
niður í flokka eftir því hvaða hlutverki þau gegna, t.d. bindiefni, bragð-
efni, litarefni og þráavarnarefni.
Notkun aukefna gerir kleift að neyta matvöru löngu eftir að hún er
framleidd. Þau draga úr líkum á skemmdum í matvælum og um leið
úr hættu á matareitrun og sýkingum. Með notkun þeirra eykst vöru-
úrvalið því hægt er að framleiða mun fleiri vörur með því að nota
t.d. bindiefni. Auk þess geta vörurnar orðið fallegri og bragðbetri.
Þetta eru jákvæðu hliðarnar við notkun aukefna en notkun þeirra
hefur líka neikvæðar hliðar.
Aðalgallinn við notkun aukefna er sá að þau geta villt um varðandi
gæði vörunnar, t.d. ef notuð eru litarefni til að gefa lélegu hráefni
fallegan lit. Sumir þola ekki að neyta aukefnanna og hafa óþol eða
ofnæmi gegn þeim.
Heilbrigðisyfirvöld setja reglur um notkun aukefna og eru þær
byggðar á reglum Evrópusambandsins. Gefinn er út aukefnalisti sem
geymir yfirlit yfir þau aukefni sem leyfilegt er að nota hér á landi, í
hvaða matvörur er leyfilegt að nota þau og í hvaða magni. Rétt er að
taka fram að sömu reglur gilda um innlendar og erlendar matvörur.
aukefni í matvælum
28
1...,20,21,22,23,24,25,26,27,28,29 31,32,33,34,35,36,37,38,39,40,...52
Powered by FlippingBook