Matur og menning - page 33

Varnaðarmerkin eru 10 og þeim fylgja hættusetningar sem gefa til
kynna hættulega eiginleika vörunnar og varnaðarsetningar sem gefa
leiðbeiningar um viðbrögð við óhöppum, meðhöndlun, geymslu og
förgun.
Dæmi um hættusetningu:
Getur valdið ofnæmi í snertingu við
húð. Hættulegt við innöndun.
Dæmi um varnarsetningu:
Efni og umbúðum skal farga sem
spilliefnum. Leitið umsvifalaust læknis ef slys ber að höndum eða ef
lasleika verður vart; sýnið umbúðamerkingar ef unnt er.
Auk áðurnefndra merkinga er einnig skylda að merkja sumar vöru-
tegundir með áþreifanlegri viðvörun fyrir sjónskerta. Um er að ræða
litlausan, upphleyptan þríhyrning sem hægt er að greina með því að
renna fingurgómunum yfir hann. Skylt er að setja slíka viðvörun á
umbúðir efna sem eru eitruð, ætandi, hættuleg heilsu, afar eldfim
eða mjög eldfim.
31
1...,23,24,25,26,27,28,29,30,31,32 34,35,36,37,38,39,40,41,42,43,...52
Powered by FlippingBook