Matur og menning - page 42

Ítalía
Pasta einkennir ítalska matargerð og er það til í mörgum útgáfum. Hvað aðrar
fæðutegundir snertir má segja að ítölsk matargerð hafi verið afar svæðaskipt, þó sú
aðgreining sé að minnka. Á Suður-Ítalíu hafa tómatar, ólífur, mozzarellaostur, egg-
aldin, paprika og ætiþistlar mikið verið notuð. Þar eru pítsur algengar og ólífuolía
notuð við matargerðina. Fiskur og skelfiskur er þar einnig mikið notaður yfirleitt
steiktur eða grillaður. Á Norður-Ítalíu er hrísgrjóna- og maísræktun, þar eru risotto-
réttir og polentagrjón algeng og þar hefur smjör verið notað til matargerðar.
Á Norður-Ítalíu er meira borðað af kjöti (svína-, nauta- og kálfakjöt) en sunnar og
ostar eru algengir eins og t.d. gorganzola og mascarpone.
Kryddjurtir, bæði ferskar og þurrkaðar, eru mikið notaðar á Ítalíu, má þar nefna
basilíku, steinselju, salvíu, timían, meiran (majoram), oregano og lárviðarlauf. Hvít-
laukur er líka mikið notaður. Pestó er vinsæll bragðauki í ítalskri matargerð. Aðal-
uppistaðan í pestó er basilíka en einnig er notuð ólífuolía, furuhnetur og jafnvel
hvítlaukur og parmesanostur. Ítalskur ís er vel þekktur og krapís (sorbet) hefur verið
framleiddur þar frá því á átjándu öld.
matarmenning annarra þjóða
40
1...,32,33,34,35,36,37,38,39,40,41 43,44,45,46,47,48,49,50,51,...52
Powered by FlippingBook