Matur og menning - page 29

Fullyrðingar
Ákveðnar reglur gilda um fullyrðingar á umbúðum matvæla. Ef fullyrðingar eru not-
aðar sem gefa til kynna sérstaka eiginleika eða áhrif vörunnar verða þær að hafa
ótvírætt gildi fyrir neytendur og mega ekki vera blekkjandi á neinn hátt. Fullyrðing er
mjög einföld leið til að koma boðskap á framfæri en jafnframt er mikil hætta á
misnotkun.
27
VERKEFNI
1. Hvaða upplýsingar eiga að koma fram á umbúðum matvæla?
2. Það er ekki alltaf skylda að gefa upp næringargildi vörunnar,
í hvaða tilfellum er það skylda?
3. Ef gefið er upp næringargildi vöru við hvaða magn á þá að miða
í þeim upplýsingum sem fram koma?
4. Finnið ykkur nú vöru (t.d. mjólkurvöru eða morgunkorn) í eldhúsinu
heima hjá ykkur eða úti í búð. Hvaða upplýsingar eru á umbúðunum?
Eru upplýsingarnar í samræmi við svörin við fyrstu og annarri
spurningu?
Ræðið í bekknum:
1. Hvaða gildi hafa umbúðamerkingar matvæla? Gætum við
verið án þeirra?
2. Hvers vegna sækjast framleiðendur eftir að merkja vörurnar sínar
með ýmsum fullyrðingum?
Leyfðar fullyrðingar
Fullyrðingar sem eru ekki leyfðar
Létt
(ef skerðing er a.m.k. 25%).
Koffeinlaust sódavatn
(af því það er aldrei koffein í sódavatni).
Sykurlaus
(ef minna en 0,5 g sykur/100g).
Læknar krabbamein
(því það eru bara lyf sem lækna).
1...,19,20,21,22,23,24,25,26,27,28 30,31,32,33,34,35,36,37,38,39,...52
Powered by FlippingBook