Matur og menning - page 47

Norðar í landinu, á svæðinu í kringum Peking, er minna ræktað af græn-
meti og hrísgrjónum en þess í stað koma harðgerðari tegundir eins og
hveiti, hirsi, sojabaunir og jarðhnetur. Úr þessu eru gerðar núðlur og brauð
sem borðað er með mat. Þarna er borðað meira af lamba- og geitakjöti en
sunnar í landinu og minna af svínakjöti.
Í Sichuan-héraði (fjallahérað í Mið-Kína) er maturinn meira kryddaður en
annars staðar. Þá er t.d. notað chili, sojabaunamauk, hvítlaukur, engifer og
sichuan-pipar. Hráefnið er oft látið marínerast í kryddlegi fyrir matreiðsluna.
Þessi matargerð hefur borist til Vesturlanda á síðustu árum.
Við kínverska matargerð er algengt að nota Wok-pönnu og maturinn er oft
borðaður með prjónum.
45
SPURNINGAR
• Hvað er hægt að segja að sé þjóðarréttur Ítala?
• Ólífuolía er mikið notuð á Suður-Ítalíu en smjör á Norður-Ítalíu.
Kanntu einhverja skýringu á þessu?
• Er hægt að tala um eitthvert einkennandi krydd í mexíkóskri
matargerð?
• Hver er munurinn á tacos og nachos?
• Hvað er naan brauð og poppadum?
• Er hægt að tala um eitthvert einkennandi krydd í indverskri
matargerð?
• Getur þú fundið eitthvað sem er sameiginlegt með ítalskri, mexíkóskri
og indverskri matargerð?
• Hvað er helsta meðlæti með matnum í Kína?
• Úr hvaða kryddtegundum er kínverska fimm krydda blandan?
• Hefur þú prófað að borða með prjónum?
• Í kínverskri matargerð er algengt að kjöt og grænmeti sé skorið í litla
bita og sett út í sósuna. Kannt þú nokkra skýringu á hvers vegna
þetta er svona algengt?
1...,37,38,39,40,41,42,43,44,45,46 48,49,50,51,52
Powered by FlippingBook