Matur og menning - page 32

Bæði heima og í skólanum eru ýmis hættuleg efni og mikilvægt er
að læra að umgangast þau. Þarna má t.d. nefna efni eins og sápuna
sem sett er í uppþvottavélina, hárlakk í úðabrúsa, naglalakkseyði,
ýmsar gerðir af lími og terpentínu. Allar vörur sem flokkast undir
eiturefni eða hættuleg efni ber að merkja á íslensku áður en þær
eru settar á markað hér á landi. Mikilvægt er að kynna sér vel þessar
merkingar og umgangast hættuleg efni með varúð.
Reglur um merkingar hættulegra efna og eiturefna eru samræmdar
í Evrópu. Í reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna er
að finna lista yfir þessi efni og þau eru flokkuð í fimm hættuflokka.
hættuleg efni
30
Hættuflokkar
Skýring
Sterkt eitur – Eitur
Efni sem hafa bráð eituráhrif. Þau má ekki
selja á almennum markaði.
Hættulegt heilsu
Efni sem geta haft heilsuspillandi áhrif við
langvarandi notkun eða við snertingu, innöndun
eða inntöku í eitt skipti.
Ætandi – Ertandi
Efni sem valda skaða, ertingu eða sviða við
snertingu eða innöndun.
Afar eldfimt – Mjög eldfimt
– Eldnærandi – Sprengifimt
Efni sem eru eldfim eða varhugaverð vegna
sprengihættu.
Hættulegt umhverfinu
Efni sem eru skaðleg umhverfinu, t.d. ýmsum
lífverum, ósonlaginu o.s.frv.
1...,22,23,24,25,26,27,28,29,30,31 33,34,35,36,37,38,39,40,41,42,...52
Powered by FlippingBook