Matur og menning - page 44

Indland
Indland er stórt land og þar búa margar þjóðir svo erfitt er að setja indverska
matargerð undir einn hatt. Mikill munur er á matarmenningu eftir landshlutum
og héruðum. Hindúar borða ekki nautakjöt af trúarástæðum og múslimar borða
ekki svínakjöt. Flestir borða aftur á móti kjúklinga nema á Suður-Indlandi þar sem
margir eru grænmetisætur. Á Norður-Indlandi er kinda- og geitakjöt algengasta kjöt-
tegundin. Með fram ströndinni er mikið notað af fiski.
Í indverskri máltíð eru baunir, grænmeti og kornvörur (hrísgrjón, brauð) oft uppi-
staða máltíðarinnar en kjöt og fiskur í mun minni skömmtum en við eigum að
venjast. Naan brauð er ættað frá Norður-Indlandi. Þetta er gerbrauð sem bakað er
á hellu eða grillrist og þenst út við hitann. Önnur brauðtegund er poppadum sem
eru þunnar og stökkar, djúpsteiktar kökur úr mungbaunamjöli (stundum þó úr
kartöflu-, sagó- eða hrísmjöli) oft bragðbættar með hvítlauk, chili eða pipar. Þær eru
ýmist borðaðar á undan matnum (nasl), með matnum eða í lok máltíðar með
kryddmauki.
42
1...,34,35,36,37,38,39,40,41,42,43 45,46,47,48,49,50,51,52
Powered by FlippingBook