Matur og menning - page 46

Kína
Sú kínverska matargerð sem við þekkjum best á rætur sína að rekja
til Suður-Kína og er gjarnan kennd við borgina Kanton. Mikið er notað
af svína- og hænsnakjöti og fiski. Við matseldina er notað grænmeti og
með þessu eru borðuð hrísgrjón. Mest er kryddað með engifer, hvítlauk,
kóríander, chilipipar, sesamfræum og fimm krydda blöndunni, en hún
samanstendur af broddpipar, fennel, negul, stjörnuanís og kassia (kín-
verskur kanill). Auk þess eru notaðar ýmsar sojasósur eins og svartbauna-
sósa og hoisin-sósa (sæt sósa). Svartbaunasósan er gerð úr litlum svörtum
sojabaunum sem hafa verið látnar gerjast með salti og kryddi. Kryddið er
notað sparlega og maturinn er ekki sterkur.
44
1...,36,37,38,39,40,41,42,43,44,45 47,48,49,50,51,52
Powered by FlippingBook