Matur og menning - page 28

Ef einhver fullyrðing um næringargildi kemur fram í merkingu, kynningu eða auglýs-
ingu á matvöru er einnig skylt að gefa upp næringargildi vörunnar. Dæmi um þetta
eru t.d. vörur sem heita léttar eða sykurlausar. Þá þurfa að koma fram upplýsingar
um hve mikla orku matvaran gefur (hve margar hitaeiningar) og hve mikið er af
kolvetnum, próteinum og fitu. Ef vítamín og steinefni eru í matvörunni svo ein-
hverju nemi er heimilt að merkja þau á umbúðirnar. Þau eru þá yfirleitt gefin upp
sem hlutfall af ráðlögðum dagskammti (RDS). Allt þetta á að gefa upp í 100 g af
vörunni en auk þess má líka gefa það upp í skammti.
Auk framantaldra atriða þarf einnig að koma fram á umbúðunum hver er framleið-
andi eða innflytjandi vörunnar, nettóþyngd (þyngd án umbúða) og lotunúmer.
Ein af ástæðunum fyrir því að lotunúmerið er sett á er sú að ef varan reynist gölluð
og þarf að innkalla hana er nauðsynlegt að það sem er framleitt á sama tíma sé
aðgreinanlegt frá öðrum framleiðslulotum.
Merkingin verður auðvitað að vera læsileg og skýr og hún á að vera á íslensku,
ensku eða einhverju Norðurlandamáli öðru en finnsku.
Ekki má selja vöru eftir að dagsetning síðasta neysludags er runnin út enda gefur sú
merking til kynna lok þess tímabils sem varan heldur gæðum sínum. Ekki má heldur
selja vöru eftir dagsetningu sem tilgreind er með „best fyrir” merkingu. Varan getur
þó verið neysluhæf eftir tilgreint lágmarksgeymsluþol.
Næringargildi í 100g
Orka
336 kJ/80 kkal
Prótein
3,5 g
Kolvetni
13 g
Þar af sykur
8 g
Fita
1,5 g
Þar af mettaðar fitusýrur
1,0 g
Trefjar
0,2 g
Natríum
42 mg
% RDS
B1-vítamín
0,21 mg
15
B2-vítamín
0,24 mg
15
Kalk
130 mg
16
Fosfór
130 mg
16
Léttmjólk, sykur, hindber (3%), undanrennuduft,
sterkja, bragðefni, ab-gerlar
AB Hindberjasopi
26
1...,18,19,20,21,22,23,24,25,26,27 29,30,31,32,33,34,35,36,37,38,...52
Powered by FlippingBook