Matur og menning - page 40

Í ýmsum trúarbrögðum er fjallað um matvæli. Er þá kveðið á um hvað
megi borða og hvað megi ekki borða, hvernig eigi að meðhöndla matinn
eða hvenær skuli fastað. Hér eru nokkur dæmi um slíka þætti.
Gyðingdómur
Gyðingar byggja sína trúarsiði á Gamla testamentinu og
samkvæmt því er leyfilegt að neyta alls sem úr jurtaríki kemur en það eru
sérstakar reglur um hvaða dýr megi hafa sér til matar og hver ekki. Leyfi-
legt er að borða nauta-, lamba- og fuglakjöt en ekki svínakjöt, héra og úlf-
alda. Fisk er eingöngu leyfilegt að borða ef hann hefur ugga og hreistur
eins og ýsu, þorsk, lax, síld og makríl. Aftur á móti má ekki leggja sér til
munns hval, ál, humar og rækjur. Ekki má borða blóð því talið er að lífið sé
í blóðinu. Skepnum þarf líka að slátra á sérstakan hátt. Þá eru einnig reglur
sem segja til um hvernig skal matreiða. Ekki má blanda saman kjöti og
mjólk, því eru víða á heimilum gyðinga sérstök mataráhöld fyrir mjólkur-
vörur og önnur fyrir kjötvörur. Matvæli sem meðhöndluð eru samkvæmt
trúarsiðum gyðinga eru kölluð kosher.
Friðþægingardagurinn (kom kippur) er mesti helgidagur gyðinga. Þá er
fastað í heilan sólarhring og hvorki bragðað vott né þurrt. Sérstakar reglur
gilda um mataræði á páskum. Meginreglan er sú að ekki skuli vera til ger
á heimilinu og allt brauð sem borðað er verður að vera ósýrt.
Íslam
, múhameðstrú. Múslima köllum við þann sem er íslamstrúar. Helgi-
rit múslima er Kóraninn og þar er að finna nokkrar einfaldar reglur um
mataræði. Múslimi má ekki borða svínakjöt og blóð. Til að leyfilegt sé að
borða annað kjöt þarf að slátra því á sérstakan hátt. Kjötið verður það sem
kallað er halal ef skepnunni er slátrað á réttan hátt miðað við Kóraninn.
Múslimar neyta ekki áfengis.
Fastan (ramadan) er mikilvægur helgisiður múslima. Hún varir í heilan
mánuð og færist til um tíu daga milli ára. Á meðan fastan varir má einskis
neyta frá sólaruppkomu til sólarlags. Fjölskyldan borðar þá saman eftir sól-
setur og allir reyna að vakna snemma og ná að borða áður en sólin kemur
upp aftur.
mataræði og trúarbrögð
38
1...,30,31,32,33,34,35,36,37,38,39 41,42,43,44,45,46,47,48,49,50,...52
Powered by FlippingBook