Matur og menning - page 37

Hvernig hita örbylgjur matinn?
Þegar vatnið í matnum verður fyrir rafsviði örbylgnanna taka sam-
eindir vatnsins að sveiflast í takt við bylgjurnar. Bylgjurnar sveiflast
um 2450 milljón sveiflur á sekúndu (2450 MHz, megahertz). Þegar
vatnssameindirnar sveiflast svona hratt kemur fram núningskraftur
vegna mótstöðunnar í matvælunum. Núningurinn kemur fram sem
varmaorka og vatnið hitnar. Þannig má segja að örbylgjurnar hiti
vatnið í matnum og út frá því hitnar maturinn. Áhrifa örbylgna gætir
um fimm sentímetra inn fyrir yfirborð matarins en þar fyrir innan fer
hitunin fram með leiðni eins og í annarri matreiðslu. Þess vegna þarf
oft að láta matvælin bíða um stund eða hræra í matnum þegar hann
kemur úr ofninum til að jafna hitastigið.
Ílát við örbylgjumatreiðslu
Það fer eftir gerð efnanna sem örbylgjurnar lenda á hvort þær kom-
ast í gegnum efnin eða endurvarpast frá þeim. Plast, leir eða pappi
hleypa bylgjunum í gegnum sig. Ílát úr þessum efnum er því hentugt
að nota við matreiðslu í örbylgjuofni því þá komast bylgjurnar í
gegnum ílátin og inn í matinn. Málmur aftur á móti endurkastar
bylgjunum, ílát úr málmi má alls ekki nota í örbylgjuofna. Maturinn
gleypir bylgjurnar og þar vinna þær að því að hita vatnið. En ílátin
hitna lítið eða ekki því þau hleypa bylgjunum í gegnum sig. Þetta er
mikill kostur því þá brennum við okkur síður ef við snertum ílátin og
það sparast orka sem annars hefði farið í að hita ílátin upp.
35
1...,27,28,29,30,31,32,33,34,35,36 38,39,40,41,42,43,44,45,46,47,...52
Powered by FlippingBook