Matur og menning - page 26

Á umbúðum matvæla er að finna fróðlegar upplýsingar sem gefa meðal annars
til kynna innihald vörunnar, geymsluþol, geymsluskilyrði og jafnvel næringargildi
vörunnar. Ákveðnar reglur gilda um hvernig þessar merkingar eiga að vera.
Innihald
Lýsing á innihaldi veitir greinargóðar upplýsingar um samsetningu vörunnar. Hráefni
og aukefni og önnur efni skulu skráð og þeim raðað eftir minnkandi magni. Þannig
er fyrst talið upp það sem mest er af, svo næstmest og þannig koll af kolli. Standi
t.d. í innihaldslýsingu að í vörunni sé vatn, ávaxtasafi, sykur og bragðefni þá vitum
við að mest er af vatninu, síðan kemur ávaxtasafinn, þá sykurinn og loks bragð-
efnin. Ef ávaxtasafinn hefði verið talinn upp fyrstur, á undan vatninu, gæfi það til
kynna að mest væri af honum. Þessar merkingar gefa ekki upplýsingar um hversu
mikið er af hverju efni fyrir sig heldur eingöngu innbyrðis hlutföll.
Magnmerkingar geta stundum hjálpað til við að átta sig á magni sumra hráefna
vörunnar. Ef merking undirstrikar mikilvægi einhvers hráefnis í vörunni, eins og t.d. í
appelsínuskyri, þá á að koma fram hve mikið er af appelsínum í skyrinu.
Í innihaldslýsingu á alltaf að telja upp öll hráefni sem í vörunni eru. Þó eru undan-
tekningar frá þessu. Ef samsett hráefni er minna en 2% af nettóþyngd vörunnar er
heimilt að merkja það undir eigin heiti, t.d. brauðteningar, þá er ekki skylda að telja
upp öll hráefnin sem eru í brauðteningunum. Þetta gildir þó bara ef ekki er um að
ræða matvæli sem oft valda ofnæmi. Slík matvæli þarf að merkja nákvæmlega.
Matvæli sem oft valda ofnæmi: egg, fiskur, hnetur, möndlur, jarðhnetur, korn sem
inniheldur glúten, krabbadýr (t.d. rækjur og humar), lindýr (t.d. skelfiskur), mjólk,
sellerí, sesamfræ, sinnep og sojabaunir og lúpína.
umbúðamerking matvæla
24
1...,16,17,18,19,20,21,22,23,24,25 27,28,29,30,31,32,33,34,35,36,...52
Powered by FlippingBook