Matur og menning - page 25

Stjörnuávöxtur er vinsæll til að skreyta með en hann er einnig borð-
aður ýmist soðinn eða hrár og þykir góður í rétti bæði með öðrum
ávöxtum og grænmeti.
Granatepli
(Punica granatum) eru talin upprunin í Íran fyrir um
4000 árum og gætu verið einn af fyrstu ávöxtunum sem farið var að
rækta. Þau eru nefnd í Biblíunni og hafa löngum verið talin frjósemis-
tákn. Nafnið er komið úr latínu og þýðir epli með mörgum fræjum.
Eplin eru ræktuð víða en stærsti hluti uppskerunnar nú á dögum
kemur frá Íran, Indlandi og Bandaríkjunum.
Eplið er á stærð við litla appelsínu og er með þunnt hart hýði, sem
verður rauðbleikt við þroskun. Í því eru mjörg fræ í hlaupkenndum
safa. Bæði safinn og fræin eru rauð á lit og eru ýmist notuð saman
eða sitt í hvoru lagi. Fræin eru sætsúr á bragðið og eru notuð til
dæmis í ávaxtasalöt og eftirrétti. Þá er einnig hægt að þurrka þau og
þannig eru þau til dæmis notuð í karrírétti. Úr safanum er stundum
gert grenadinsíróp sem notað er sem bragðefni í drykki og eftirrétti
og gefur einnig sterkan rauðan lit.
Erfitt getur reynst að ná fræjunum úr granateplinu. Stundum reynist
vel að þrýsta á eplið og velta því fram og aftur á borðplötunni. Skera
það síðan í tvennt og leggja í skál með opnu hliðina niður. Síðan
að slá með sleif ofan á eplið. Þá detta fræin ofan í skálina en milli-
veggirnir, sem eru bitrir á bragðið, verða eftir í hýðinu.
23
1...,15,16,17,18,19,20,21,22,23,24 26,27,28,29,30,31,32,33,34,35,...52
Powered by FlippingBook