Matur og menning - page 24

Mangó
(mango) er upprunalega frá Indlandi og hefur verið ræktað
þar í meira en 6000 ár. Nú er einnig ræktað mikið af mangó í
Taílandi, Pakistan og Mexíkó. Mangótréð er í ætt við pistasíur og
kasjúhnetur. Hýði aldinsins er þunnt og getur verið grænt, gult eða
rauðleitt, allt eftir afbrigðum. Aldinkjötið er appelsínugult, sætt og
ilmandi og svo safaríkt að það getur verið erfitt að borða ávöxtinn.
Innst er stór steinn.
Algengt er að útbúa sultu úr mangóávextinum (mangó-chutney)
sem borin er fram með indverskum mat. En hann er einnig ljúf-
fengur einn og sér, í eftirréttum, ávaxtasalati og drykkjum. Þá er
mangó stundum þurrkað og borðað sem nasl. Einnig er hægt að
sjóða það og nota í ýmsa rétti úr kjúklingum og fiski.
Sólaldin
(papaya) eiga uppruna að rekja til Suður-Ameríku en eru
nú ræktuð víðar, meðal annars á Hawaí, en það afbrigði er um hálft
kg að þyngd. Aldinið er perulaga, gulgrænt en aldinkjötið er gulleitt
eða rauðgult. Í kjarnanum eru ótal fræ umlukin slímkenndu efni.
Í óþroskuðu sólaldini er hvítleitur vökvi og í honum er efni sem
nefnist papain. Í papaini er ensím sem leysir upp prótein. Það veldur
því að ekki er hægt að nota ávöxtinn í matarlímsbúðinga (matarlím
er prótein) og mögulegt væri að leggja ávöxtinn á hrátt kjöt til að
meyra kjötið.
Sólaldin er borðað eitt og sér og notað í eftirrétti. Einnig er hægt að
sjóða úr því sultu eða sósur.
Stjörnuávöxtur
(carambola) á uppruna sinn að rekja til Ceylon og
Mólukkaeyja og hefur verið ræktaður í Asíu í árþúsundir. Nafnið
fær ávöxturinn vegna lögunarinnar. Ef hann er skorinn þversum í
sneiðar myndast fimmhyrnd stjarna. Hann er um 5–12 cm langur og
2,5–6 cm í þvermál. Hann getur verið sætur eða svolítið súr allt eftir
afbrigðinu.
22
1...,14,15,16,17,18,19,20,21,22,23 25,26,27,28,29,30,31,32,33,34,...52
Powered by FlippingBook