Matur og menning - page 23

Ígulber
(rambutan) eiga uppruna sinn í Malasíu en eru nú ræktuð um alla
Suðaustur-Asíu. Þau eru skyld litkaberjum (Lychee) enda lík þeim á að sjá
nema hvað ígulberin eru alsett dökkum broddum og minna helst á ígulker.
Út frá þessu kemur nafnið því orðið rambut í máli malaja þýðir hár. Berið er
á stæð við plómu um 4–6 cm á lengd. Aldinkjötið er hvítt, sætt og safaríkt
og inni í því er rauður kjarni sem er ekki ætur.
Ígulber þykja góð ein og sér en einnig í ávaxtasalati eða með ís. Þá er hægt
að sjóða berin og nota með kjöti eða niðursjóða í sykurlegi.
Kúmkvats
(kumquats) er upprunnið l Kína en er nú ræktað víðar eins og
í Japan og Bandaríkjunum. Nafnið er talið koma úr kínversku, kin kü, sem
þýðir gullappelsína. Ávöxturinn er í laginu eins og lítil egglaga appelsína um
3–5 cm á lengd. Börkurinn, sem er ætur, er sætur á bragðið. Aldinkjötið
skiptist í 5 eða 6 lauf (eins og appelsínulauf), steinarnir eru frekar stórir og
bragðið súrsætt.
Mikilvægt er að þvo kúmkvats vel ef börkurinn er borðaður. Það er ágætt
að velta því milli fingra sér áður en það er borðað, þá fara bragðefni
úr berkinum inn í aldinkjötið. Kúmkvats er gott eitt og sér eða í salat.
Auk þess er það soðið niður, gerð úr því sulta eða notað með í bakstur.
Ávöxturinn er líka eftirsóttur í skreytingar.
Litkaber
(lychee) eiga uppruna sinn að rekja til Suður-Kína en eru nú
ræktuð víða. Í Kína er til siðs að nota berin sem nýársgjöf og eiga þau að
færa viðtakandanum hamingju á nýju ári. Utan um berið er þunn óæt
skurn, annaðhvort rauð eða brún á litinn. Þá tekur við hvítt aldinkjötið og
minnir bragðið helst á blöndu af jarðarberjum, rósum og vínberjum. Innst
er svo óætur steinn.
Litkaber þykja góð ein og sér, í eftirrétti og ávaxtasalöt. Þau má einnig nota
í ýmsa grænmetis- og hrísgrjónarétti og jafnvel líka með kjöti og fiski.
21
1...,13,14,15,16,17,18,19,20,21,22 24,25,26,27,28,29,30,31,32,33,...52
Powered by FlippingBook