Matur og menning - page 22

Bananar, ananas og melónur voru framandi ávextir þegar afar ykkar og
ömmur voru að alast upp. Nú eru þetta orðnar hversdagslegar vörur og
fáanlegar árið um kring víða um land. Í stórum verslunum á þéttbýlis-
svæðum rekumst við aftur á móti á aðra ávexti sem eru okkur framandi.
Ástríðuávöxtur
(passion fruit), sem er stundum líka kallaður ástaraldin,
er upprunninn í Brasilíu. Sagan segir að nafnið sé tilkomið frá spænskum
trúboðum. Þeir kynntust jurtinni í Suður-Ameríku og fannst blóm hennar
líkjast þyrnikórónu en það minnti þá á píslargöngu og krossfestingu Jesú.
En orðið passion getur bæði þýtt píslarganga og ástríða. Það má því segja
að íslensku nöfnin sem fest hafa við ávöxtinn séu ekki réttnefni.
Til eru nokkur afbrigði af ástríðuávexti en þau algengustu eru á stærð við
egg og eru gul, appesínugul eða fjólublá. Aldinið er þroskað þegar hýðið er
aðeins farið að krumpast. Aldinkjötið er gult eða grænt, það er sætt en
svolítið biturt. Í því eru lítil svört fræ sem eru æt.
Ástríðuávöxtur er góður einn og sér en einnig er hægt að nota hann í
ávaxtasalöt, eftirrétti, sultur eða sósur.
Broddmelóna
(kiwano, horned melon) á uppruna sinn að rekja til Suð-
vestur-Afríku og er í ætt við agúrkur, kúrbít og melónu. Í upphafi var ávöxtur-
inn helst ræktaður vegna útlitsins og var notaður til skrauts. Nafnið er talið
komið af því að hann er með broddum sem standa út úr hýðinu og að
hann þótti líkur kívíávexti.
Ávöxturinn getur orðið allt að hálft kíló að þyngd, er appelsínugulur á litinn
en aldinkjötið er grænt og í því er mikið af litlum fræjum sem eru æt.
Auk þess sem ávöxturinn er notaður til skeytingar er aldinkjötið borðað eitt
og sér eða notað í eftirrétti með öðrum ávöxtum. Bragðið þykir minna á
bæði gúrku og sítrónu.
framandi ávextir
20
1...,12,13,14,15,16,17,18,19,20,21 23,24,25,26,27,28,29,30,31,32,...52
Powered by FlippingBook