Matur og menning - page 21

Helstu ókostir jurtafæðis
Að mörgu er að hyggja því oft er orkan (hitaeiningarnar) sem fæst úr jurtafæði
minni en úr hefðbundnu fæði. Þetta er auðvitað bara gott fyrir þá sem þurfa að
halda í við sig en fyrir fólk í eðlilegum holdum getur þetta þýtt að viðkomandi fái of
litla orku og horist niður.
Próteinin sem fást úr jurtaríki eru ekki af sömu gæðum og þau sem koma úr dýra-
ríki. Það getur því verið mikilvægt að borða fleiri en einn próteingjafa í sömu máltíð.
Nauðsynlegt er að átta sig á því að úr hefðbundnu fæði fáum við helst prótein úr
kjöti, fiski, mjólk og mjókurvörum. Ef þessara vara er ekki neytt er nauðsynlegt að
að nota baunir í eldamennskunni til að bæta sér upp próteinmissinn.
B12-vítamín, D-vítamín, kalk, járn, sink og ómega-3 fitusýrur eru allt dæmi um
næringarefni sem minna er af í jurtafæði en hefðbundnu fæði. Mikilvægt er því að
þeir sem lifa á jurtafæði leggi áherslu á að neyta fjölbreyttrar fæðu og jafnvel taka
inn vítamín- og steinefnatöflur, sérstaklega ef um er að ræða vegan-fæði (hreint
jurtafæði).
Einhver kann að hafa ákveðið að skipta yfir í jurtafæði úr hefðbundnu fæði því
hann teldi að það væri hollara. En eins og fram hefur komið þarf virkilega að vanda
sig til að uppfylla allar næringarþarfir með jurtafæði eingöngu. Sumir segja að þetta
sé gott hvort með öðru, þ.e. að borða mikið af korni, grænmeti og ávöxtum ásamt
kjöti, fiski og mjólkurvörum.
Vandasamt er að setja saman jurtafæði sem gefur fullkomna næringu, sérstaklega
ef mjólkurvörur og egg eru útilokuð úr fæðunni.
19
VERKEFNI
• Hverjir eru helstu kostir jurtafæðis?
• Hverjir eru helstu ókostir jurtafæðis?
• Skrifaðu ritgerð (1–2 bls.) þar sem þú veltir fyrir þér hvers vegna sumir
ákveða að hætta borða hefðbundið fæði og snúa sér að jurtafæði.
1...,11,12,13,14,15,16,17,18,19,20 22,23,24,25,26,27,28,29,30,31,...52
Powered by FlippingBook