Matur og menning - page 20

Jurtafæði eða grænmetisfæði eru hugtök sem notuð eru yfir ýmsar gerðir af fæði
þar sem hráefnin fást að mestu eða öllu leyti úr jurtaríkinu. Til eru ýmsar gerðir af
jurtafæði.
Ýmsar aðrar gerðir eru til af jurtafæði svo sem aldinfæði, þar sem eingöngu er neytt
jurtaafurða sem tína má án þess að skemma móðurjurtina og hráfæði þar sem
fæðan er elduð sem minnst áður en hennar er neytt. Sumir neytendur jurtafæðis
borða einnig fisk en slíkt fæði mætti kalla kjötlaust fæði frekar en jurtafæði.
Ef skipt er úr hefðbundu fæði yfir í jurtafæði er nauðsynlegt að læra að uppfylla
næringarþörf sína með því fæði.
Helstu kostir jurtafæðis
Ef næringargildi jurtafæðis er skoðað má sjá að það hefur ýmislegt sér til ágætis.
Jafnframt kemur í ljós að það þarf allnokkra þekkingu til að setja fæðið þannig
saman að það uppfylli allar næringarþarfir líkamans.
Jurtafæði er yfirleitt trefjaríkt, mikill hluti fitunnar er lin fita, jurtirnar gefa vítamín og
steinefni og jafnvel fleiri virk efni sem hafa jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina. Í
jurtafæðinu er líka yfirleitt lítið af natríum (sama efni og er í matarsalti) en það efni
stuðlar að hækkuðum blóðþrýstingi. Það er kostur að borða trefjaríkt fæði því trefj-
arnar bæta meltinguna. Lina fitan er betri fyrir hjartað en sú harða. Það má því
segja að jurtafæði hafi marga kosti.
jurtafæði
Tegund af fæði
Sérkenni
Vegan-fæði (eingöngu jurtir)
Hér eru eingöngu notuð matvæli sem koma úr jurtaríki. Helstu
vörur eru: kornvörur, baunir, sojamjólk, sojaostur (tofu), hnetur,
fræ, ávextir, grænmeti, kartöflur, jurtaolía, sykur og sjávargróður.
Lakto-jurtafæði (lakto = mjólk)
Hér er auk matvæla úr jurtaríki einnig neytt mjólkur og
mjólkurvara.
Lakto ovo-jurtafæði (ovo = egg)
Hér bætast egg við lakto-jurtafæðið.
18
1...,10,11,12,13,14,15,16,17,18,19 21,22,23,24,25,26,27,28,29,30,...52
Powered by FlippingBook