Matur og menning - page 19

Matreiðsla á baunum
Baunir, aðrar en linsur, þarf að leggja í bleyti í
10–12 tíma áður en þær eru soðnar. Linsur þarf ekki að leggja í bleyti.
Baunirnar þarf að sjóða því margar þeirra innihalda efni sem eru skað-
leg, sum valda matareitrun og önnur draga úr nýtingu próteina. Þessi
efni brotna niður við suðu.
Skola skal baunirnar áður en þær eru lagðar í bleyti og fjarlægja
skemmdar baunir og hugsanlega smásteina sem oft leynast á
milli baunanna.
Þegar baunirnar hafa legið í bleyti er vatninu hent og baunirnar
skolaðar.
Baunir settar í pott með vatni. Hæfilegt er að nota 3 dl af vatni
fyrir hvern dl af baunum. Ekki er gott að sjóða baunir í saltvatni
því þá verða þær seigar.
Suðan látin koma upp og soðið svolitla stund. Þá er vatninu hellt
og nýtt vatn sett í staðinn. Síðan er soðið áfram við vægan hita.
Baunir þurfa mislanga suðu en oft er miðað við einn klukkutíma,
sojabaunir þurfa þó allt að tveggja tíma suðu. Ef það á að stappa
baunirnar getur þurft að sjóða þær lengur. Linsur þurfa þó ekki
að sjóða nema í hálfa klukkustund og belgbaunir bara í 5–10
mínútur.
Heppilegt er að sjóða stóra skammta af baunum og frysta svo
það sem ekki er notað í það skiptið í hæfilegum skömmtum.
17
SPURNINGAR
1. Hvað þekkir þú margar tegundir af baunum, ertum og linsum?
2. Ein tegund bauna er stundum nefnd kjöt austursins. Hvaða
baunir eru það og hvers vegna hafa þær fengið þetta nafn?
3. Hvers vegna er ekki gott að salta vatnið þegar verið er að sjóða
baunir?
1...,9,10,11,12,13,14,15,16,17,18 20,21,22,23,24,25,26,27,28,29,...52
Powered by FlippingBook