Matur og menning - page 18

Það sem við í daglegu tali köllum baunir er í rauninni þrjár tegundir mat-
væla, þ.e. baunir, ertur og linsur. Allar teljast þessar jurtir til belgjurta og
eru próteinríkar og skera sig á þann hátt úr öðru grænmeti. Það má
segja að þær séu nauðsynlegur próteingjafi fyrir þá sem neyta eingöngu
jurtafæðis en þær eru einnig hollur matur fyrir aðra enda innihalda þær
jafnframt kolvetni, trefjar, járn og B-vítamín. Auk þess eru baunir ódýr
matur. Hægt er að útbúa ýmiss konar baunarétti eða bæta baunum
í pottrétti, súpur og salöt og draga þá úr kjöt- og fiskmagninu. Sumar
baunir er hægt að láta spíra og gera úr þeim baunaspírur.
Baunirnar eru fræ sem eru umlukin fræbelg og þroskast fræin inni
í belgnum. Stundum er fræbelgurinn borðaður líka og þá köllum við
baunirnar belgbaunir. Oftast eru baunirnar þá óþroskaðar því ef beðið
væri eftir að þær þroskuðust væri belgurinn orðinn trénaður og seigur.
Grænar baunir
þekkjum við best sem niðursoðnar baunir sem við
borðum með hangikjöti og lambalæri.
Gular baunir
eru notaðar í baunasúpuna á sprengidag. Þá eru oftast
notaðar gular hálfbaunir (búið að kljúfa baunina í tvennt), en súpan
verður bragðmeiri ef notaðar eru heilbaunir.
Hvítar baunir
eru oft niðursoðnar í tómatsósu og seldar í dósum sem
bakaðar baunir.
Nýrnabaunir
eru mikið notaðar í mexíkóska rétti.
Sojabaunir
eru stundum nefndar kjöt austursins, vegna þess hve þýð-
ingarmikill próteingjafi þær eru meðal margra austrænna þjóða. Vinsælt
er að mauka þær og gera úr þeim baunabuff. Auk þess eru framleidd
ýmiss konar matvæli úr þeim eins og sojamjöl, sojakjöt, sojamjólk, soja-
sósa, sojaolía, sojahlaup (tofu) og miso.
baunir
16
1...,8,9,10,11,12,13,14,15,16,17 19,20,21,22,23,24,25,26,27,28,...52
Powered by FlippingBook