Matur og menning - page 17

Lifrarpylsan
er gerð úr lifrinni sem er hreinsuð og hökkuð. Mör er síðan
blandað saman við ásamt mjólk og mjöli, oftast rúgmjöli, hveiti og hafra-
mjöli. Vinnslan er sú sama og við blóðmörinn.
Svið
Lambahausarnir eru sviðnir við opinn eld (oft eru notaðir gasbrenn-
arar). Með þessu móti verður sérstakt bragð af sviðunum. Hausinn er svo
klofinn í tvennt eftir endilöngu þannig að úr fást tveir sviðakjammar. Heil-
inn er fjarlægður. Nauðsynlegt er að þrífa sviðin vel áður en þau eru mat-
reidd. Svið eru ýmist borðuð af kjammanum eftir að búið er að sjóða þau
eða búin er til úr þeim sviðasulta. Sviðasulta er kjötið af sviðakjammanum
sett í hlaup sem útbúið er úr soðinu. Í soðinu er límefni og má auka það
með því að sjóða kindalappir með hausunum.
Lundabaggi
Áður fyrr var ristill, hjarta og þind notuð í lundabaggann
ásamt mör. Ristillinn var vafinn utan um hjarta og mör og þindin svo
saumuð utan um allt saman. Nú á dögum eru slögin oft notuð í staðinn
fyrir ristil og þind. Síðan er lundabagginn soðinn.
Rúllupylsa
Slögin eru notuð í rúllupylsu. Þau eru sniðin til og afskurðurinn
lagður á þau ásamt kryddi, aðallega lauk, salti, pipar og allrahanda (sem er
krydd). Síðan eru slögin vafin upp í sívalning og saumuð saman. Stundum
er rúllupylsan lögð í saltpækil áður en hún er soðin. Eftir suðuna er pylsan
pressuð og síðan skorin í þunnar sneiðar og notuð sem álegg á brauð.
15
Taktu viðtal við fullorðinn karl eða konu, þeim mun eldri sem þau eru
þeim mun betra. Spyrðu um matinn sem þau fengu þegar þau voru að
alast upp. Þekkja þau þessar fæðutegundir sem hér eru taldar upp?
Hver var uppáhaldsmaturinn þeirra þegar þau voru krakkar?
VERKEFNI
1...,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 18,19,20,21,22,23,24,25,26,27,...52
Powered by FlippingBook