Matur og menning - page 16

Lengi vel var sauðkindin helsta húsdýrið hér á landi til kjötframleiðslu en jafnframt
nýttu Íslendingar aðra hluta kindarinnar. Ull og skinn voru notuð í klæði og skó-
fatnað, úr hornunum voru smíðaðir spænir (spónn er skeið úr horni) og bein og
horn voru leikföng barna. Úr innmatnum voru gerðir ýmsir réttir. Hér verður greint
frá nokkrum slíkum.
Slátur
Þegar talað er um slátur er átt við blóðmör og lifrarpylsu.
Blóðmörinn
er gerður úr blóðinu ásamt mör (fitu) og mjöli, oftast rúgmjöli og
haframjöli. Þessu eru öllu blandað saman og sett í vambir (sem eru magi kindar-
innar) og saumað vandlega fyrir. Það er mikið verk að hreinsa vambirnar svo hægt
sé að nota þær við sláturgerðina. Þess vegna er í vaxandi mæli farið að nota tilbúnar
vambir sem eru litlir pokar úr efni sem þolir suðu. Síðan er slátrið soðið eða fryst
hrátt og soðið eftir hendinni. Áður fyrr var algengt að varðveita slátrið með því að
setja það í mysu og sýra það. Þannig var það geymt allan veturinn í stórum
tunnum.
gamall íslenskur matur
14
1...,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15 17,18,19,20,21,22,23,24,25,26,...52
Powered by FlippingBook